Hörður Axel Vilhjálmsson er á heimleið, en hann hefur fengið lausan samning sinn við kasaska félagið BC Astana.
Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Hörður vildi losna frá félaginu, og í dag staðfesti landsliðsmaðurinn heimkomu sína við karfan.is.
Hörður sagði að eftir þrjá slæma leiki hafi stjórn félagsins farið á bakvið þjálfarann, sem vildi halda Keflvíkingnum, og ráðið inn annan leikstjórnanda.
Hörður mun hefja samningaviðræður við Keflavík um leið og hann kemur heim, en að eigin sögn „þyrfti mikið að gerast til að ég endi ekki í Keflavík.“
Keflavík er í sjötta sæti Domino's deildar karla þegar tímabilið er hálfnað, fjórum stigum á eftir toppliðunum fjórum.
Hörður Axel á leiðinni heim
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
