Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2017 13:12 Leikhópurinn sem stendur að Medeu er tættur. Kristín leikhússtjóri forðast fjölmiðla en ásakanirnar sem leiddu til brottvikningar Atla Rafns liggja ekki fyrir. Mikil óvissa ríkir innan Borgarleikhússins eftir að Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni Sigurðarsyni leikara frá húsinu um helgina á grundvelli óljósra ásakana sem tengjast metoo-byltingunni. Að sögn Hörpu Arnardóttur leikstjóra tengist brottrekstur Atla Rafns uppfærslunni á Medeu ekki neitt. Atli Rafn, sem er í ársleyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna veigamiklum hlutverkum í Borgarleikhúsinu, hefur farið með mikilvægt hlutverk í Kartöfluætunum sem hefur verið til sýninga og stóð til að sýna áfram eftir áramót. Óvissa er um hvort það verður. Þá var Atli Rafn byrjaður að æfa hlutverk Riff Raffs í Rocky Horror, söngleik sem til stendur að setja upp í vor og bundnar eru miklar vonir við. Líkast til verður svigrúm til að bregðast við því með að fá annan leikara til að hlaupa í skarðið. Verra er þó með Medeu eftir Evrípídes, eitt af lykilverkum leikbókmenntanna, sýningu sem var svo gott sem tilbúin enda hafði staðið til að frumsýna eftir fáeina daga – jólasýning Borgarleikhússins. Æfingar liggja niðri nú og ekki hefur verið gengið frá því hver mun hlaupa í skarðið og fara með stórt hlutverk sem Atli Rafn var búinn að æfa – burðarhlutverk í uppfærslunni. Þá liggur ekki fyrir, eðli máls samkvæmt, hvenær verður frumsýnt. Væntanlega verður komið inná það á starfsmannafundi sem boðað hefur verið til í dag. Víst er að leikhópurinn, sem var á lokametrunum við að ganga frá sýningunni er tættur og miður sín.Brotvikningin tengist Medeu ekkiNýlegt viðtal við Kristínu Þóru Haraldsdóttur, sem leikur Medeu, fær aðra merkingu eftir atburði helgarinnar. Til stendur/stóð að kynskipta áhorfendaríminu þannig að konur og karlar sitja ekki saman:Medea er eitt af stærri kvenrullum leikbókmenntanna. Kristín Þóra þarf nú að æfa hlutverkið aftur á móti öðrum leikara en Atla Rafni. Sýningin var svo gott sem tilbúin og lofaði góðu.visir/ernir„Kynjaskiptur salur styður við hugmyndafræði og áherslur sýningarinnar.“ Þá segir Kristín Þóra jafnframt: „„Og ég hef spurt mig, hvað þarf til að eitthvað breytist varðandi ofbeldi í garð kvenna? #metoo byltingin snýst ekki um hefnd heldur réttlæti og kannski er Medea í grunninn að leita að einhvers konar réttlæti.“ Vísir ræddi við Hörpu Arnardóttur leikstjóra sýningarinnar en hún vildi sem allra minnst tjá sig um málið, sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins.Óljósar upplýsingar vatn á myllu GróuEn, þar stendur hnífurinn í kúnni. Kristín Eysteinsdóttir hefur forðast fjölmiðla sem heitan eldinn. Og athyglisverð er frásögn blaðamanna DV um eltingarleik við leikhússtjórann í gær. Vísir ræddi við formann stjórnar Leikfélags Reykjavíkur í gær. Eggert Benedikt Guðmundsson vildi hins vegar ekki tjá sig neitt né svara neinum spurningum. Ætla má að þetta sé verulegt tjón fyrir leikhúsið, meta má að sýningin kosti í kringum 30 milljónir, bara við að koma henni á sviðið. Leikhúsið verður nú af tekjum vegna miðasölu en sýningin hefur verið tekin úr sölu. En, Eggert Benedikt vildi ekki veita neinar upplýsingar því tengdu.Eggert Benedikt, formaður stjórnar LR, vildi engar upplýsingar veita.Í yfirlýsingu frá Borgarleikhúsinu í gær segir að leikhússtjóri og stjórn hafi verið einhuga um brottvikninguna en meira kemur þar ekki fram. Atli Rafn sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu eftir að Vísir hafði greint frá málinu. Og þar kemur fram að um sé að ræða nafnlausar ásakanir, hann viti ekki hvað felst í þeim ásökunum og hann geti því ekki tjáð sig um þær. Atli Rafn snýr til baka í ÞjóðleikhúsiðMeðan leyndarhyggjan ræður ríkjum og Borgarleikhúsið neitar að gefa upplýsingar um á hverju þessar harkalegu aðgerðir byggjast grassera sögusagnirnar. Fram hefur komið að þetta tengist metoo-byltingunni en spurningarnar sem ekki fást svör við eru í grófum dráttum þær að leikhúsið hafi brugðist of harkalega við sögum sem sagðar eru í lokuðum Facebook-hópum eða að um sé ræða nýja og alvarlega ásökun um kynferðislegt ofbeldi af hálfu Atla Rafns. Það breytir ekki því að fyrir liggur að ekki hefur verið gætt að grundvallaratriðum réttarríkisins þeim að hver maður skuli saklaus uns sekt sannast. Atli Rafn hefur samkvæmt því sem fyrir liggur ekki nákvæmar upplýsingar um hvað hann er sakaður um. Hvað þá að hann honum hafi gefist kostur á að grípa til varna, enn ef marka má yfirlýsingu Atla Rafns. Vísir hefur heimildir fyrir því að lögmaður Atla Rafns sé að fara í saumana á málinu og skoða réttarstöðu hans. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri, segir að meðan ekkert liggi fyrir í þeim efnum sé ljóst að Atli Rafn hljóti að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið hjá Þjóðleikhúsinu. Þetta kom fram á mbl.is. Ari segist ekki eiga annan kost í stöðunni. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun og þarf að hlíta eðlilegum verkferlum. Borgarleikhúsið skilgreinist hins vegar sem sjálfseignastofnun og virðist geta hagað sínum málum eins og þau telja best henta.Árétting klukkan 17:44 Í þessari frétt segir að Atla Rafni hafi ekki verið gerð grein fyrir þeim ásökunum sem leiddu til brottvikningar hans. Var þar vísað til stuttrar yfirlýsingar hans sjálfs um málið. Eftir að fréttin birtist lét Kristín Eysteinsdóttir leikhússstjóri Borgarleikhússins fréttamann RUV hafa það eftir sér að Atla Rafni hafi verið gerð grein fyrir ásökununum og stendur því þar orð gegn orði.Vísir greindi frá þessu fyrr í dag en ekki hefur tekist að ná í leikhússtjórann og skilaboðum hefur hún svarað á þá leið að vísa til fyrri yfirlýsingar leikhússins. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Mikil óvissa ríkir innan Borgarleikhússins eftir að Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni Sigurðarsyni leikara frá húsinu um helgina á grundvelli óljósra ásakana sem tengjast metoo-byltingunni. Að sögn Hörpu Arnardóttur leikstjóra tengist brottrekstur Atla Rafns uppfærslunni á Medeu ekki neitt. Atli Rafn, sem er í ársleyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna veigamiklum hlutverkum í Borgarleikhúsinu, hefur farið með mikilvægt hlutverk í Kartöfluætunum sem hefur verið til sýninga og stóð til að sýna áfram eftir áramót. Óvissa er um hvort það verður. Þá var Atli Rafn byrjaður að æfa hlutverk Riff Raffs í Rocky Horror, söngleik sem til stendur að setja upp í vor og bundnar eru miklar vonir við. Líkast til verður svigrúm til að bregðast við því með að fá annan leikara til að hlaupa í skarðið. Verra er þó með Medeu eftir Evrípídes, eitt af lykilverkum leikbókmenntanna, sýningu sem var svo gott sem tilbúin enda hafði staðið til að frumsýna eftir fáeina daga – jólasýning Borgarleikhússins. Æfingar liggja niðri nú og ekki hefur verið gengið frá því hver mun hlaupa í skarðið og fara með stórt hlutverk sem Atli Rafn var búinn að æfa – burðarhlutverk í uppfærslunni. Þá liggur ekki fyrir, eðli máls samkvæmt, hvenær verður frumsýnt. Væntanlega verður komið inná það á starfsmannafundi sem boðað hefur verið til í dag. Víst er að leikhópurinn, sem var á lokametrunum við að ganga frá sýningunni er tættur og miður sín.Brotvikningin tengist Medeu ekkiNýlegt viðtal við Kristínu Þóru Haraldsdóttur, sem leikur Medeu, fær aðra merkingu eftir atburði helgarinnar. Til stendur/stóð að kynskipta áhorfendaríminu þannig að konur og karlar sitja ekki saman:Medea er eitt af stærri kvenrullum leikbókmenntanna. Kristín Þóra þarf nú að æfa hlutverkið aftur á móti öðrum leikara en Atla Rafni. Sýningin var svo gott sem tilbúin og lofaði góðu.visir/ernir„Kynjaskiptur salur styður við hugmyndafræði og áherslur sýningarinnar.“ Þá segir Kristín Þóra jafnframt: „„Og ég hef spurt mig, hvað þarf til að eitthvað breytist varðandi ofbeldi í garð kvenna? #metoo byltingin snýst ekki um hefnd heldur réttlæti og kannski er Medea í grunninn að leita að einhvers konar réttlæti.“ Vísir ræddi við Hörpu Arnardóttur leikstjóra sýningarinnar en hún vildi sem allra minnst tjá sig um málið, sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins.Óljósar upplýsingar vatn á myllu GróuEn, þar stendur hnífurinn í kúnni. Kristín Eysteinsdóttir hefur forðast fjölmiðla sem heitan eldinn. Og athyglisverð er frásögn blaðamanna DV um eltingarleik við leikhússtjórann í gær. Vísir ræddi við formann stjórnar Leikfélags Reykjavíkur í gær. Eggert Benedikt Guðmundsson vildi hins vegar ekki tjá sig neitt né svara neinum spurningum. Ætla má að þetta sé verulegt tjón fyrir leikhúsið, meta má að sýningin kosti í kringum 30 milljónir, bara við að koma henni á sviðið. Leikhúsið verður nú af tekjum vegna miðasölu en sýningin hefur verið tekin úr sölu. En, Eggert Benedikt vildi ekki veita neinar upplýsingar því tengdu.Eggert Benedikt, formaður stjórnar LR, vildi engar upplýsingar veita.Í yfirlýsingu frá Borgarleikhúsinu í gær segir að leikhússtjóri og stjórn hafi verið einhuga um brottvikninguna en meira kemur þar ekki fram. Atli Rafn sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu eftir að Vísir hafði greint frá málinu. Og þar kemur fram að um sé að ræða nafnlausar ásakanir, hann viti ekki hvað felst í þeim ásökunum og hann geti því ekki tjáð sig um þær. Atli Rafn snýr til baka í ÞjóðleikhúsiðMeðan leyndarhyggjan ræður ríkjum og Borgarleikhúsið neitar að gefa upplýsingar um á hverju þessar harkalegu aðgerðir byggjast grassera sögusagnirnar. Fram hefur komið að þetta tengist metoo-byltingunni en spurningarnar sem ekki fást svör við eru í grófum dráttum þær að leikhúsið hafi brugðist of harkalega við sögum sem sagðar eru í lokuðum Facebook-hópum eða að um sé ræða nýja og alvarlega ásökun um kynferðislegt ofbeldi af hálfu Atla Rafns. Það breytir ekki því að fyrir liggur að ekki hefur verið gætt að grundvallaratriðum réttarríkisins þeim að hver maður skuli saklaus uns sekt sannast. Atli Rafn hefur samkvæmt því sem fyrir liggur ekki nákvæmar upplýsingar um hvað hann er sakaður um. Hvað þá að hann honum hafi gefist kostur á að grípa til varna, enn ef marka má yfirlýsingu Atla Rafns. Vísir hefur heimildir fyrir því að lögmaður Atla Rafns sé að fara í saumana á málinu og skoða réttarstöðu hans. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri, segir að meðan ekkert liggi fyrir í þeim efnum sé ljóst að Atli Rafn hljóti að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið hjá Þjóðleikhúsinu. Þetta kom fram á mbl.is. Ari segist ekki eiga annan kost í stöðunni. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun og þarf að hlíta eðlilegum verkferlum. Borgarleikhúsið skilgreinist hins vegar sem sjálfseignastofnun og virðist geta hagað sínum málum eins og þau telja best henta.Árétting klukkan 17:44 Í þessari frétt segir að Atla Rafni hafi ekki verið gerð grein fyrir þeim ásökunum sem leiddu til brottvikningar hans. Var þar vísað til stuttrar yfirlýsingar hans sjálfs um málið. Eftir að fréttin birtist lét Kristín Eysteinsdóttir leikhússstjóri Borgarleikhússins fréttamann RUV hafa það eftir sér að Atla Rafni hafi verið gerð grein fyrir ásökununum og stendur því þar orð gegn orði.Vísir greindi frá þessu fyrr í dag en ekki hefur tekist að ná í leikhússtjórann og skilaboðum hefur hún svarað á þá leið að vísa til fyrri yfirlýsingar leikhússins.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent