Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Garðar Örn Úlfarsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 20. desember 2017 11:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar á Íslandi, hækkar verulega í launum. Fréttablaðið/Vilhelm Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira