Sigur Rós heiðraði hina einu sönnu Sigurrós á ógleymanlegan hátt á afmælisdaginn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 31. desember 2017 15:24 Sigurrós Elín er systir Jónsa, söngvara Sigur Rósar. vísir/getty Hljómsveitin Sigur Rós, ásamt fullum sal tónleikagesta, söng afmælissönginn fyrir Sigurrósu Elínu Birgisdóttur á tónleikum sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í fyrradag. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Norður og niður sem er hugarfóstur hljómsveitarinnar. Sigur Rós var stofnuð árið 1994 og var hún nefnd í höfuðið á Sigurrósu Elínu sem er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara hljómsveitarinnar. Hún var nýkomin í heiminn þegar sveitin var stofnuð. Sigurrós Elín fagnaði 23 ára afmæli sínu í fyrradag en hún var tekin upp á svið eftir tónleikana og heiðraði hljómsveitin auk áheyrenda hana með afmælissöngnum, sem sunginn var á íslensku.Sigurrós Elín Birgisdóttir.Visir/Instagram„Það var mjög súrrealískt að afmælissöngurinn hafi verið sunginn af 1800 manns,“ segir Sigurrós í samtali við Vísi en uppátækið kom henni gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var mjög óvænt, ég vissi ekkert af þessu og var bara úti í sal.“ Sigurrós lýsir því hvernig hún var dregin baksviðs í miðju lokalaginu, Popplaginu, og síðan var farið með hana upp á svið. „Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið vandræðalegt enda er ég ekki vön því að vera upp á sviði,“ segir Sigurrós en bætir við að upplifunin hafi verið æðisleg. Sigurrós segir afmælisdaginn hafa verið ánægjulegan en hún varði honum í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég fór út að borða með fjölskyldunni á Kolabrautinni í Hörpu og Jónsi gat því kíkt við. En svo þurfti hann að hlaupa,“ segir Sigurrós en Jónsi hefur eflaust haft í nægu að snúast undanfarna daga. Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós, ásamt fullum sal tónleikagesta, söng afmælissönginn fyrir Sigurrósu Elínu Birgisdóttur á tónleikum sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í fyrradag. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Norður og niður sem er hugarfóstur hljómsveitarinnar. Sigur Rós var stofnuð árið 1994 og var hún nefnd í höfuðið á Sigurrósu Elínu sem er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara hljómsveitarinnar. Hún var nýkomin í heiminn þegar sveitin var stofnuð. Sigurrós Elín fagnaði 23 ára afmæli sínu í fyrradag en hún var tekin upp á svið eftir tónleikana og heiðraði hljómsveitin auk áheyrenda hana með afmælissöngnum, sem sunginn var á íslensku.Sigurrós Elín Birgisdóttir.Visir/Instagram„Það var mjög súrrealískt að afmælissöngurinn hafi verið sunginn af 1800 manns,“ segir Sigurrós í samtali við Vísi en uppátækið kom henni gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var mjög óvænt, ég vissi ekkert af þessu og var bara úti í sal.“ Sigurrós lýsir því hvernig hún var dregin baksviðs í miðju lokalaginu, Popplaginu, og síðan var farið með hana upp á svið. „Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið vandræðalegt enda er ég ekki vön því að vera upp á sviði,“ segir Sigurrós en bætir við að upplifunin hafi verið æðisleg. Sigurrós segir afmælisdaginn hafa verið ánægjulegan en hún varði honum í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég fór út að borða með fjölskyldunni á Kolabrautinni í Hörpu og Jónsi gat því kíkt við. En svo þurfti hann að hlaupa,“ segir Sigurrós en Jónsi hefur eflaust haft í nægu að snúast undanfarna daga.
Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira