„Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2017 20:00 Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira