Tiger Woods segir að hann átti erfitt með að ganga á meðan hann átti við meiðsli að stríða í baki og hann þurfti einnig hjálp við það að fara framúr á morgnanna.
Woods fór í aðgerð á baki í apríl og eftir það tók við tíu mánaða endurhæfing sem hélt honum frá golfi.
„Ég hafði ekki spilað án sársauka í langan tíma áður en ég fór í aðgerðina,“ sagði Woods.
„Endurhæfingartímabilið hélt mér frá leiknum í langan tíma en á þessum tíma átti ég oft erfitt með að ganga og ég þurfti oft aðstoð við að fara framúr rúminu á morgnanna, svo mikill var sársaukinn.“
„En núna er ég orðinn góður og kann að meta golf meira en nokkurn tímann. Ég ætla að halda áfram, styrkja mig og reyna að komast aftur á sama stað og ég var.“
