„Ég ræð ekkert við þetta“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. janúar 2018 19:30 Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48