Tengja íbúprófen við ófrjósemi í ungum karlmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 16:43 Íbúfen er eitt vinsælasta lyfið á Íslandi sem inniheldur íbúprófen. Fréttablaðið/Stefán Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár. Vísindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár.
Vísindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira