Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 11:57 Björgunarsveitarmenn að störfum í Kópavogi í morgun. Sigurður Ólafur Sigurðsson Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. Ástæðan var sú að trampólín sem tekið hafði á loft í óveðrinu fauk á rúðuna í herbergi piltsins og braut hana. Pilturinn skarst við það að fá yfir sig glerbrotin og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé eina útkallið í óveðrinu í morgun þar sem trampólín kom við sögu. Skemmdirnar sem það olli séu áminning um að passa upp á að festa trampólín vel niður. Fyrir utan að brjóta rúðuna í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum fyrir unga piltinn skemmdi trampólínið þakkant og fór utan í einhverja bíla. Davíð segir að trampólínið hafi verið boltað niður en á endanum hafi boltarnir gefið sig. Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við þau verkefni sem tengdust óveðrinu. Alls sinntu tæplega sjötíu björgunarsveitarmenn um fjörutíu verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið en flest verkefnin voru fok á á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar. Þá fóru nokkrar sveitir út í Reykjanesbæ og Grindavík í nótt. Þar var mest um lausar þakplötur. Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 „Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34 Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. Ástæðan var sú að trampólín sem tekið hafði á loft í óveðrinu fauk á rúðuna í herbergi piltsins og braut hana. Pilturinn skarst við það að fá yfir sig glerbrotin og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé eina útkallið í óveðrinu í morgun þar sem trampólín kom við sögu. Skemmdirnar sem það olli séu áminning um að passa upp á að festa trampólín vel niður. Fyrir utan að brjóta rúðuna í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum fyrir unga piltinn skemmdi trampólínið þakkant og fór utan í einhverja bíla. Davíð segir að trampólínið hafi verið boltað niður en á endanum hafi boltarnir gefið sig. Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við þau verkefni sem tengdust óveðrinu. Alls sinntu tæplega sjötíu björgunarsveitarmenn um fjörutíu verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið en flest verkefnin voru fok á á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar. Þá fóru nokkrar sveitir út í Reykjanesbæ og Grindavík í nótt. Þar var mest um lausar þakplötur.
Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 „Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34 Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19
„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34
Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06