Erfitt að manna þyrlur Landhelgisgæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 19:30 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira