Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2018 16:11 Frá vettvangi á laugardaginn. Vísir/Böddi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal um helgina. Íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að allir möguleikar séu kannaðir varðandi upptök eldsins. En er grunur um íkveikju? „Við vitum það svo sem ekki. Það er ekki komin niðurstaða tæknideildar,“ segir Ásgeir Pétur. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, ólst upp í nágrenninu og var ekki skemmt yfir tíðindunum á laugardaginn. Hann tjáði sig um málið á Twitter og þykir ljóst að kveikt var í húsunum. https://t.co/DHIaBpxyHzÞað er alveg ljóst að einhver kveikti í Stardal, megi sá hinn sami fara til andskotans.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 6, 2018 Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma. Aðspurður hvort einhverjar vísbendingar séu um upptök eldsins, hvort bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi eða eitthvað slíkt segir Ásgeir svo ekki vera. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til sunnudagsmorguns, 7. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal um helgina. Íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að allir möguleikar séu kannaðir varðandi upptök eldsins. En er grunur um íkveikju? „Við vitum það svo sem ekki. Það er ekki komin niðurstaða tæknideildar,“ segir Ásgeir Pétur. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, ólst upp í nágrenninu og var ekki skemmt yfir tíðindunum á laugardaginn. Hann tjáði sig um málið á Twitter og þykir ljóst að kveikt var í húsunum. https://t.co/DHIaBpxyHzÞað er alveg ljóst að einhver kveikti í Stardal, megi sá hinn sami fara til andskotans.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 6, 2018 Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma. Aðspurður hvort einhverjar vísbendingar séu um upptök eldsins, hvort bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi eða eitthvað slíkt segir Ásgeir svo ekki vera. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til sunnudagsmorguns, 7. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18