Evrópuþingmaðurinn Eva Joly, sem leitt hefur rannsókn Græningja á skattamálum sænska húsgagnarisans IKEA, segir að það hafi verið tími til kominn að Evrópusambandið, ESB, hæfi nákvæma rannsókn á málinu. Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, er sögð munu stýra rannsókninni.
Græningjar á Evrópuþinginu komust sjálfir að því að IKEA í Hollandi hefði komist hjá því að borga skatt upp á einn milljarð evra á árunum 2009 til 2014 með neti dótturfyrirtækja í Hollandi, Liechtenstein og Lúxemborg.
Eva Joly segir í viðtali við vefmiðilinn Dina Pengar að verja hefði átt þessu fé í þágu almennings.
Segir almenning hafa orðið af milljarði evra
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar

Mest lesið



„Þetta er salami-leiðin“
Innlent

„Ástandið er að versna“
Erlent





Gunnlaugur Claessen er látinn
Innlent
