Hlynur: Þýðir ekki að vera sprunginn eftir þrjár mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. janúar 2018 21:21 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var að frákasta vel í kvöld eins og svo alloft áður. vísir/ernir „Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira