Nígerísk yfirvöld segjast ætla að fljúga Nígeríumönnum í Líbíu aftur heim Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 21:27 Utanríkisráðherra Nígeríu, Geoffrey Onyema tekur í hönd Nígeríuforseta. Yfirvöld í Nígeríu hyggjast koma á skipulögðum flugferðum til þess að ferja þúsundir nígerískra ríkisborgara frá Líbíu heim til Nígeríu. Reuters segir frá. Flugferðunum verður haldið áfram þar til allir Nígeríumenn á líbískri grundu hafa snúið heim, að frátöldum þeim sem vilja heldur dveljast áfram í Líbíu. Mikið af Nígeríumönnum fara til Líbíu í því skyni að halda áfram sjóleiðina til Ítalíu. Í júlí á síðasta ári herti landhelgisgæslan þar í landi aðgerðir sínar og hóf í aukum mæli að hindra för fólks sem hugðist flýja yfir hafið. Í kjölfarið urðu þúsundir Nígeríumanna strandarglópar í Líbíu og er talið að hluti þeirra hljóti þar ómannúðlega meðferð, á borð við misþyrmingar og nauðungarvinnu.Sjá einnig: Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Alþjóðleg samtök um fólksflutninga (IMO) hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að koma á laggirnar verkefni sem á að stuðla að því að koma fólki frá ýmsum löndum, sem á það sameiginlegt að vera strandarglópar fjarri heimahögunum, heim á ný. „Helsta takmarkið, sem við einblínum mjög svo á, er að koma þessum nígerísku ríkisborgurum heim eins fljótt og auðið er,“ sagði Geoffrey Onyema utanríkisráðherra Nígeríu á blaðamannafundi í Trípólí. Á blaðamannafundinum sagðist Onyema vonast til þess að geta flutt 5500 Nígeríumenn aftur heim en þó væri ýmislegt sem stæði því í vegi. Til að mynda teldi hann að aðgengi margra Nígeríumanna að flugferðunum væri ekki endilega gott. Þá nefndi hann einnig að glæpagengi sem bendluð eru við smygl á fólki og mansal hefðu hagsmuni af því að halda Nígeríumönnum í Líbíu. Flóttamenn Tengdar fréttir Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19 Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Yfirvöld í Nígeríu hyggjast koma á skipulögðum flugferðum til þess að ferja þúsundir nígerískra ríkisborgara frá Líbíu heim til Nígeríu. Reuters segir frá. Flugferðunum verður haldið áfram þar til allir Nígeríumenn á líbískri grundu hafa snúið heim, að frátöldum þeim sem vilja heldur dveljast áfram í Líbíu. Mikið af Nígeríumönnum fara til Líbíu í því skyni að halda áfram sjóleiðina til Ítalíu. Í júlí á síðasta ári herti landhelgisgæslan þar í landi aðgerðir sínar og hóf í aukum mæli að hindra för fólks sem hugðist flýja yfir hafið. Í kjölfarið urðu þúsundir Nígeríumanna strandarglópar í Líbíu og er talið að hluti þeirra hljóti þar ómannúðlega meðferð, á borð við misþyrmingar og nauðungarvinnu.Sjá einnig: Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Alþjóðleg samtök um fólksflutninga (IMO) hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að koma á laggirnar verkefni sem á að stuðla að því að koma fólki frá ýmsum löndum, sem á það sameiginlegt að vera strandarglópar fjarri heimahögunum, heim á ný. „Helsta takmarkið, sem við einblínum mjög svo á, er að koma þessum nígerísku ríkisborgurum heim eins fljótt og auðið er,“ sagði Geoffrey Onyema utanríkisráðherra Nígeríu á blaðamannafundi í Trípólí. Á blaðamannafundinum sagðist Onyema vonast til þess að geta flutt 5500 Nígeríumenn aftur heim en þó væri ýmislegt sem stæði því í vegi. Til að mynda teldi hann að aðgengi margra Nígeríumanna að flugferðunum væri ekki endilega gott. Þá nefndi hann einnig að glæpagengi sem bendluð eru við smygl á fólki og mansal hefðu hagsmuni af því að halda Nígeríumönnum í Líbíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19 Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19
Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38