Að meðaltali 58 heimilisofbeldismál á mánuði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 16:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Sigríður hélt erindi á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Eitt af því sem við höfum gert er að þetta er nú yfirlýstur áherslumálaflokkur,“ sem Sigríður segir að geri málaflokkinn áberandi innanhúss. Markviss þjálfun og fræðsla hafi verið í deildinni og rannsóknarlögreglumönnum fjölgað. „Stærsta breytingin var að fækka málategundum í deildinni. Í deildinni áður, þó að hún héti kynferðisbrotadeild, þá voru til dæmis manndráp rannsökuð í deildinni. Þið getið ímyndað ykkur, það eru stærstu málin okkar, það voru fjögur á þessu ári.“ Segir Sigríður að ef að starfsfólk kynferðisbrotadeildar hefði verið að rannsaka þessi mál þá hefðu öll önnur mál beðið á meðan. „Heimilisofbeldismál voru líka rannsökuð í þessari deild, en þá voru þau um það bil 20 á mánuði. Núna eru þau 58 að meðaltali á mánuði.“ Þessi mál eru nú á öðrum stað í starfseminni til þess að létta á kynferðisbrotadeildinni. Einnig sé búið að horfa meira á þverfaglegt samstarf en áður. „Sári sannleikurinn í þessu máli er sá að það eru margfalt fleiri sem að leita til Neyðarmóttöku heldur en þeir sem leita til lögreglu og þú ferð ekki til Neyðarmóttöku nema að þú teljir þig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Sigríður segir að þetta sé gjá sem þurfi að brúa. „Við teljum að þverfaglegt samstarf sé algjör lykill í því.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Sigríður hélt erindi á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Eitt af því sem við höfum gert er að þetta er nú yfirlýstur áherslumálaflokkur,“ sem Sigríður segir að geri málaflokkinn áberandi innanhúss. Markviss þjálfun og fræðsla hafi verið í deildinni og rannsóknarlögreglumönnum fjölgað. „Stærsta breytingin var að fækka málategundum í deildinni. Í deildinni áður, þó að hún héti kynferðisbrotadeild, þá voru til dæmis manndráp rannsökuð í deildinni. Þið getið ímyndað ykkur, það eru stærstu málin okkar, það voru fjögur á þessu ári.“ Segir Sigríður að ef að starfsfólk kynferðisbrotadeildar hefði verið að rannsaka þessi mál þá hefðu öll önnur mál beðið á meðan. „Heimilisofbeldismál voru líka rannsökuð í þessari deild, en þá voru þau um það bil 20 á mánuði. Núna eru þau 58 að meðaltali á mánuði.“ Þessi mál eru nú á öðrum stað í starfseminni til þess að létta á kynferðisbrotadeildinni. Einnig sé búið að horfa meira á þverfaglegt samstarf en áður. „Sári sannleikurinn í þessu máli er sá að það eru margfalt fleiri sem að leita til Neyðarmóttöku heldur en þeir sem leita til lögreglu og þú ferð ekki til Neyðarmóttöku nema að þú teljir þig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Sigríður segir að þetta sé gjá sem þurfi að brúa. „Við teljum að þverfaglegt samstarf sé algjör lykill í því.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent