Ekkert ákveðið varðandi áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir enga ákvörðun liggja fyrir af hálfu ríkisins varðandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48