David Bowie keypti bílinn nýjan árið 1981 og var hann fluttur til heimilis Davis Bowie í Sviss, en ekki er vitað hve lengi hann var í eigu poppgoðsins. Flestar poppstjörnur þessa tíma og reyndar enn velja sér helst bíla frá Rolls Royce, Bentley eða Mercedes Benz. David Bowie hafði greinilega annan og hófsamari stíl, þó svo ekki verði sagt annað en þessi Volvo bíll sé glæsilega útlitandi með sína ljóslitu leðurinnréttingu.
Volvo 262C Bertone bíllinn er með 2,8 lítra V6 vél sem skilar 155 hestöflum til afturhjólanna og þessa gerð mátti bæði fá með þriggja gíra sjálfskiptingu eða fjögurra gíra beinskiptingu. Það var ítalska hönnunarhúsið Bertone sem sá um að útfæra innréttingu Volvo 262C Bertone.

