Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 13:46 Gummi Ben. Víst er að margir eru afar áhugasamir um að hann lýsi leikjum Íslands á HM í sumar, jafnvel of ákafir ef eitthvað er. Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu. Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu.
Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira