Hætt við flugelda á þrettándagleði eftir trylling á nýársnótt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. janúar 2018 09:15 Stjörnuljós verða að duga á þrettándabrennu Kjósarhrepps. vísir/anton brink „Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent