Sigurður Ragnar í viðtali hjá FIFA: Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2018 22:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf mikið að treysta á túlka í sínu nýja starfi. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira