6.000 eintök seldust á tveimur mínútum Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2018 13:35 Lynk&Co 01. Á nýju ári er ávallt forvitnilegt að rifja upp markverðustu fréttir bílabransans á nýliðnu ári. Það þótti eðlilega tíðindum sæta þegar kínverski bílaframleiðandinn Lynk&Co seldi á 2 mínútum og 17 sekúndum 6.000 eintök af sínum fyrsta bíl, Lynk&Co 01, og alla þeirra á netinu. Það gerði þennan jeppling að þeim bíl sem selst hefur hraðast allra bíla í heiminum. Lynk&Co er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem einnig á Volvo. Tilgangurinn hjá Geely með Lynk&Co merkinu er að selja þá eingöngu á netinu og án alls sölunets eða sýningarsala. Fyrir vikið getur Geely selt Lynk&Co bíla á mjög hagstæðu verði og kostar Lynk&Co 01 jepplingurinn aðeins frá 2,5 milljónum króna í heimalandinu. Geely ætlar að selja Lynk&Co bílana í Evrópu innan tíðar en ljóst verður að þar verða þeir eithvað dýrari en í Kína. Ákveðið var að selja fyrstu 6.000 bílana eingöngu á netinu og ekki var að spyrja að eftirspurninni, hann seldist upp á fyrstu 137 sekúndunum sem opið var fyrir pantanir og fengu færri en vildu. Síðan þá hefur verið opnað fyrir frekari pantanir á bílnum, en fyrstu 6.000 fá bíla sína afhenta úr fyrstu framleiðslulotu. Lynk&Co 01 jepplingurinn er byggður á sama undirvagni og Volvo XC40 jepplingurinn og fær einnig vél úr herbúðum Volvo. Lynk&Co 01 verður á seinni stigum líka í boði sem tengiltvinnbíll. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent
Á nýju ári er ávallt forvitnilegt að rifja upp markverðustu fréttir bílabransans á nýliðnu ári. Það þótti eðlilega tíðindum sæta þegar kínverski bílaframleiðandinn Lynk&Co seldi á 2 mínútum og 17 sekúndum 6.000 eintök af sínum fyrsta bíl, Lynk&Co 01, og alla þeirra á netinu. Það gerði þennan jeppling að þeim bíl sem selst hefur hraðast allra bíla í heiminum. Lynk&Co er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem einnig á Volvo. Tilgangurinn hjá Geely með Lynk&Co merkinu er að selja þá eingöngu á netinu og án alls sölunets eða sýningarsala. Fyrir vikið getur Geely selt Lynk&Co bíla á mjög hagstæðu verði og kostar Lynk&Co 01 jepplingurinn aðeins frá 2,5 milljónum króna í heimalandinu. Geely ætlar að selja Lynk&Co bílana í Evrópu innan tíðar en ljóst verður að þar verða þeir eithvað dýrari en í Kína. Ákveðið var að selja fyrstu 6.000 bílana eingöngu á netinu og ekki var að spyrja að eftirspurninni, hann seldist upp á fyrstu 137 sekúndunum sem opið var fyrir pantanir og fengu færri en vildu. Síðan þá hefur verið opnað fyrir frekari pantanir á bílnum, en fyrstu 6.000 fá bíla sína afhenta úr fyrstu framleiðslulotu. Lynk&Co 01 jepplingurinn er byggður á sama undirvagni og Volvo XC40 jepplingurinn og fær einnig vél úr herbúðum Volvo. Lynk&Co 01 verður á seinni stigum líka í boði sem tengiltvinnbíll.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent