Mengunin skaðlegri en í eldgosi Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 08:00 Þykkur reykjarmökkur lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. vísir/egill Svifryk í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndarmörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlutfallið mældist skömmu eftir miðnætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryksmagn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensásvegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli mældist svifryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einnig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættulegt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást einkum í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúmsloftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragnhildur að það sé nokkuð varhugavert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameinsvaldandi.“Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brinkJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með öndunarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamóttökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna andþyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum tilfellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunarvandræða nú en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýársdag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Svifryk í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndarmörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlutfallið mældist skömmu eftir miðnætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryksmagn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensásvegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli mældist svifryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einnig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættulegt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást einkum í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúmsloftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragnhildur að það sé nokkuð varhugavert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameinsvaldandi.“Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brinkJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með öndunarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamóttökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna andþyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum tilfellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunarvandræða nú en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýársdag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36