Keflavík minnkaði forskot Vals á toppi Dominos-deildar kvenna niður í tvö stig þegar Keflavík vann viðureign liðanna í TM-höllinni í Keflavík í kvöld, 82-71.
Brittany Dinkins lék á alls oddi í liði nýkrýndra bikarmeistara Keflavíkur, en hún skoraði alls 38 stig. Keflavík er með 22 stig, jafn mörg og Haukar sem eru í öðru sætinu, en Haukar eru með betri innbyrðisviðureignir.
Aalyah Whiteside skoraði 35 stig fyrir Val, en þetta var fjórði tapleikur Vals á tímabilinu. Deildin er afar jöfn og spennandi, en það stefnir í rosalegan endasprett.
Haukar lentu í engum vandræðum með Njarðvík að Ásvöllum í kvöld. Haukarnir byrjuðu af krafti og leiddu 45-27 í hálfleik. Eftirleikurinn varð auðveldur.
Að endingu varð munurinn 32 stig, en Whitney Michelle Frazier var stigahæst með 27 stig. Dýrfinna Arnardóttir gerði 19 stig, en Haukar eru í öðru sæti deildarinnar með 24 stig.
Shalonda Winton gerði átján stig fyrir gestina úr Reykjanesbæ sem sitja sem fastast á botni deildarinnar án stiga. Bikarliðið mikla ekki að ná sér á strik í deildinni.
Snæfell vann níu stiga sigur á grönnum sínum í Skallagrím, 82-71, en Snæfell var fjórum stigum yfir í hálfleik, 37-33.
Kristen McCarthy var frábær í liði Snæfells. Hún skoraði 37 stig og tók átta fráköst. Snæfell er með jafn mörg stig og Skallagrímur í sjötta til sjöunda sæti deildarinnar.
Carmen Tyson-Thomas skoraði 39 stig fyrir Skallagrím, en athygli vakti að Skallagrímur var -15 með hana inni á vellinum.
