Upplifun kvenna og innflytjenda 17. janúar 2018 20:46 Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar