Leynd yfir greiðslu sex milljóna miskabóta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar. Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar.
Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira