Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:30 Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar. „Læknar eru upp til hópa mjög heilsuhraust fólk,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. „Þeir hafa áhuga á heilsu og vita mikið um heilsuna. En þeir geta veikst eins og aðrir - og streitan var til umræðu í morgun því við erum undir mjög miklu álagi og því geta fylgt sjúkdómar.“ Vaktavinna, mikil yfirvinna, mikil ábyrgð, hraði og flókið skipulag er meðal álagsþátta í starfi lækna. „Læknar eru mjög hátt á blaði hvað varðar streitu. Eins og annað framsækið, vel gefið fólk, sem hlífir sér ekki. Þar sem er löngun til að gera vel og mikið um samskipti í starfinu.“ En eins og Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á Landspítalanum bendir á þá skera læknar sig úr hvað varðar það að leita sér lækninga. „Við eigum ekkert erfiðara með að veikjast, við gerum það með sama hraða og aðrir og af sömu tíðni, en við eigum oft erfiðara með að fara með það til kollega og reynum því sjálfir að lækna okkur.“ En þróunin er þó í rétta átt og virðast læknar farnir að huga betur að eigin heilsu. Ólafur segir lækninn kominn af stallinum. „Læknar eru orðnir mannlegri og þjoðin upplýst. Nú gengur læknum betur að upplýsa ef álagið er of mikið og leitar sér frekar hjálpar," segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar. „Læknar eru upp til hópa mjög heilsuhraust fólk,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. „Þeir hafa áhuga á heilsu og vita mikið um heilsuna. En þeir geta veikst eins og aðrir - og streitan var til umræðu í morgun því við erum undir mjög miklu álagi og því geta fylgt sjúkdómar.“ Vaktavinna, mikil yfirvinna, mikil ábyrgð, hraði og flókið skipulag er meðal álagsþátta í starfi lækna. „Læknar eru mjög hátt á blaði hvað varðar streitu. Eins og annað framsækið, vel gefið fólk, sem hlífir sér ekki. Þar sem er löngun til að gera vel og mikið um samskipti í starfinu.“ En eins og Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á Landspítalanum bendir á þá skera læknar sig úr hvað varðar það að leita sér lækninga. „Við eigum ekkert erfiðara með að veikjast, við gerum það með sama hraða og aðrir og af sömu tíðni, en við eigum oft erfiðara með að fara með það til kollega og reynum því sjálfir að lækna okkur.“ En þróunin er þó í rétta átt og virðast læknar farnir að huga betur að eigin heilsu. Ólafur segir lækninn kominn af stallinum. „Læknar eru orðnir mannlegri og þjoðin upplýst. Nú gengur læknum betur að upplýsa ef álagið er of mikið og leitar sér frekar hjálpar," segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira