Heildaruppgjör Hafþór Sævarsson skrifar 16. janúar 2018 07:00 Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki ryðja veginn fyrir það heildaruppgjör sem þarf að fara fram. Feluleikir endast ekki til lengdar þegar sagan er öll kirfilega skjalfest, smáatriði staðfest og nöfn undirrituð. Hið mikla skjalafals og leikverk Guðmundar- og Geirfinnsmála er skráð á tiltekna starfsmenn stjórnskipunarinnar. Þá varpa skráðar dagsetningar ljósi á tímalínu sem upplýsir söguna í heild. Nú þegar endurupptaka að hluta á þessum málum mjakast til Hæstaréttar, stendur valið milli uppgjörs og feluleiks. Ákæruvaldið ætti með réttu að fara fram af krafti, af öllu því afli sem það getur fram borið og benda á allt sem talið er að gæti hjálpað til staðfestingar dómnum. Dómsmorðinu gamla. Það mun hins vegar ákæruvaldið aldrei þora. Því það myndi opinbera hversu vitfirrtur sá málstaður er, að fara fram á sekt, og hefur alltaf verið. Málstaður sá, að fara fram á sekt í þessu máli, er svo veikburða að það má færa skynsamleg rök fyrir því að sjálfu réttaröryggi landsins stafi beinlínis hætta af því að gera þeim málstað opinber skil. Ákæruvaldið mun því aldrei þora, því það sýnir opinbera starfsmenn misnota mannshvörf. Saklaus ungmenni voru valin af mönnum sem vissu allt um sakleysi þeirra. Pyntuð yfir margra mánaða tímabil í gæsluvarðhaldi, leidd í margar gildrur og súrrealískar skýrslutökur. Látin segja eitt og svo annað, ýmist dópuð, hrædd eða lamin. En það var ekki einu sinni nóg til að dæma þau sek! Nei, það þurfti að framleiða skáldaðar forsendur í dómnum sjálfum til að sakfella! Ákæruvaldið mun því aldrei þora, vegna þess að þá kæmi í ljós leikritið í allri sinni dýrð. Hverjir stóðu að handritsgerð þessara mála, hverjir hjálpuðu til við sviðsetningu. Hvaða leikmenn voru fengnir til verksins og hvaða hundar valdir. Hverjir framleiðendur voru og í hvaða tilgangi leikurinn var gerður: Árásin á Ólaf Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands. Ólafur stóð hana af sér, reið með björgum fram og samdi um Karl Schütz. Þjóðverji sá er háttsettasti ræstitæknir sem forseti íslenska lýðveldisins hefur nokkru sinni hengt á stórriddarakross. Í staðinn mun ákæruvaldið fara fram á sýknu, því þá þarf ekki að skoða eitt eða neitt! Ekkert afl og engin mótstaða, gott og vel. Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki hindra þá opinberun sem heildaruppgjörið krefst. Þá skiptir engu hvort alvöruréttarhöld ryðja veginn fyrir fram, eður ei. Faðir minn barðist fyrir því að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri. Sögunni af því hvernig tilteknir starfsmenn stjórnskipunarinnar unnu gegn stjórnskipuninni sjálfri. Sögunni af því hvernig stjórnmálaöfl sameinuðust í misnotkun á mannshvörfum. Sögunni af réttar- og dómsmorði: Sannleikann sem þarf að gera upp. Höfundur er sonur Sævars Ciesielski. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hafþór Sævarsson Ciesielski Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki ryðja veginn fyrir það heildaruppgjör sem þarf að fara fram. Feluleikir endast ekki til lengdar þegar sagan er öll kirfilega skjalfest, smáatriði staðfest og nöfn undirrituð. Hið mikla skjalafals og leikverk Guðmundar- og Geirfinnsmála er skráð á tiltekna starfsmenn stjórnskipunarinnar. Þá varpa skráðar dagsetningar ljósi á tímalínu sem upplýsir söguna í heild. Nú þegar endurupptaka að hluta á þessum málum mjakast til Hæstaréttar, stendur valið milli uppgjörs og feluleiks. Ákæruvaldið ætti með réttu að fara fram af krafti, af öllu því afli sem það getur fram borið og benda á allt sem talið er að gæti hjálpað til staðfestingar dómnum. Dómsmorðinu gamla. Það mun hins vegar ákæruvaldið aldrei þora. Því það myndi opinbera hversu vitfirrtur sá málstaður er, að fara fram á sekt, og hefur alltaf verið. Málstaður sá, að fara fram á sekt í þessu máli, er svo veikburða að það má færa skynsamleg rök fyrir því að sjálfu réttaröryggi landsins stafi beinlínis hætta af því að gera þeim málstað opinber skil. Ákæruvaldið mun því aldrei þora, því það sýnir opinbera starfsmenn misnota mannshvörf. Saklaus ungmenni voru valin af mönnum sem vissu allt um sakleysi þeirra. Pyntuð yfir margra mánaða tímabil í gæsluvarðhaldi, leidd í margar gildrur og súrrealískar skýrslutökur. Látin segja eitt og svo annað, ýmist dópuð, hrædd eða lamin. En það var ekki einu sinni nóg til að dæma þau sek! Nei, það þurfti að framleiða skáldaðar forsendur í dómnum sjálfum til að sakfella! Ákæruvaldið mun því aldrei þora, vegna þess að þá kæmi í ljós leikritið í allri sinni dýrð. Hverjir stóðu að handritsgerð þessara mála, hverjir hjálpuðu til við sviðsetningu. Hvaða leikmenn voru fengnir til verksins og hvaða hundar valdir. Hverjir framleiðendur voru og í hvaða tilgangi leikurinn var gerður: Árásin á Ólaf Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands. Ólafur stóð hana af sér, reið með björgum fram og samdi um Karl Schütz. Þjóðverji sá er háttsettasti ræstitæknir sem forseti íslenska lýðveldisins hefur nokkru sinni hengt á stórriddarakross. Í staðinn mun ákæruvaldið fara fram á sýknu, því þá þarf ekki að skoða eitt eða neitt! Ekkert afl og engin mótstaða, gott og vel. Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki hindra þá opinberun sem heildaruppgjörið krefst. Þá skiptir engu hvort alvöruréttarhöld ryðja veginn fyrir fram, eður ei. Faðir minn barðist fyrir því að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri. Sögunni af því hvernig tilteknir starfsmenn stjórnskipunarinnar unnu gegn stjórnskipuninni sjálfri. Sögunni af því hvernig stjórnmálaöfl sameinuðust í misnotkun á mannshvörfum. Sögunni af réttar- og dómsmorði: Sannleikann sem þarf að gera upp. Höfundur er sonur Sævars Ciesielski.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar