Starfsfólk RÚV foxillt vegna sekta Bílastæðasjóðs Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2018 13:52 Meðal þeirra sem fengu vænar sektir, sér til mikillar hrellingar, voru þau Þórhildur, Doddi litli og Gísli Einarsson. Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært. Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært.
Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira