Trump rýfur þögnina um eldflaugaviðvörunina á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:55 Ekki benda á mig gæti Trump verið að segja þegar hann svaraði spurningum fréttamanna í gær. Vísir/AFP Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um eldflaugaviðvörun sem send var út fyrir mistök og olli skelfingu á Havaí um helgina í meira en sólahring tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti um uppákomuna í gær. Sagði hann málið á könnu Havaíríkis en lofaði yfirvöld þar fyrir að taka ábyrgðina. Mannleg mistök urðu til þess að neyðarviðvörun var gefin út vegna yfirvofandi eldflaugarárásar á Havaí á laugardagsmorgun. Viðvörunin olli skelfingu hjá íbúum eyjanna sem töldu að kjarnorkuárás væri yfirvofandi. Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkustund síðar. Trump tjáði sig ekkert um uppákomuna á laugardag en var á golfvellinum þegar hún átti sér stað. Síðar um daginn hélt hann hins vegar áfram að tísta um höfund bókarinnar „Eldur og brennisteinn“ sem farið hefur fyrir brjóstið á forsetanum og gagnrýni á fjölmiðla. Hvíta húsið gaf aftur á móti út yfirlýsingu þar sem það skellti skuldinni alfarið á yfirvöld Havaíríkis.Svona litu skilaboðin sem íbúar Havaí fengu send á laugardagsmorgun út.Vísir/AFPSegir ábyrgðina algerlega hjá ríkinuÞað var ekki fyrr en í gær sem Trump lét hafa nokkuð eftir sér um atvikið sem hefur vakið efasemdir um hversu vel Bandaríkin séu undirbúin fyrir kjarnorkuárás. Lagði hann mesta áherslu á að það sem gerðist hefði verið á ábyrgð yfirvalda á Havaí. „Þetta var ríkisdæmi en við ætlum að láta til okkar taka hjá þeim. Ég elska að þau tóku ábyrgðina, þau tóku algerlega ábyrgðina en við ætlum að taka þátt,“ sagði Trump við fréttamenn í gær að sögn CNN. Trump hefur undanfarið magnað upp spennu í samskiptum Bandaríkjanna við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorku- og eldflaugatilraunir stjórnvalda þar. Hefur hann ítrekað ögrað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, uppnefnt hann og hótað. Forsetinn var spurður að því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að mistök eins og þau sem áttu sér stað á Havaí endurtækju sig. „Ég vona að þau endurtaki sig ekki en hluti af þessu er að fólk er á nálum og kannski á endanum getum við leyst vandamálið og það þarf ekki að vera svona á nálum,“ svaraði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um eldflaugaviðvörun sem send var út fyrir mistök og olli skelfingu á Havaí um helgina í meira en sólahring tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti um uppákomuna í gær. Sagði hann málið á könnu Havaíríkis en lofaði yfirvöld þar fyrir að taka ábyrgðina. Mannleg mistök urðu til þess að neyðarviðvörun var gefin út vegna yfirvofandi eldflaugarárásar á Havaí á laugardagsmorgun. Viðvörunin olli skelfingu hjá íbúum eyjanna sem töldu að kjarnorkuárás væri yfirvofandi. Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkustund síðar. Trump tjáði sig ekkert um uppákomuna á laugardag en var á golfvellinum þegar hún átti sér stað. Síðar um daginn hélt hann hins vegar áfram að tísta um höfund bókarinnar „Eldur og brennisteinn“ sem farið hefur fyrir brjóstið á forsetanum og gagnrýni á fjölmiðla. Hvíta húsið gaf aftur á móti út yfirlýsingu þar sem það skellti skuldinni alfarið á yfirvöld Havaíríkis.Svona litu skilaboðin sem íbúar Havaí fengu send á laugardagsmorgun út.Vísir/AFPSegir ábyrgðina algerlega hjá ríkinuÞað var ekki fyrr en í gær sem Trump lét hafa nokkuð eftir sér um atvikið sem hefur vakið efasemdir um hversu vel Bandaríkin séu undirbúin fyrir kjarnorkuárás. Lagði hann mesta áherslu á að það sem gerðist hefði verið á ábyrgð yfirvalda á Havaí. „Þetta var ríkisdæmi en við ætlum að láta til okkar taka hjá þeim. Ég elska að þau tóku ábyrgðina, þau tóku algerlega ábyrgðina en við ætlum að taka þátt,“ sagði Trump við fréttamenn í gær að sögn CNN. Trump hefur undanfarið magnað upp spennu í samskiptum Bandaríkjanna við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorku- og eldflaugatilraunir stjórnvalda þar. Hefur hann ítrekað ögrað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, uppnefnt hann og hótað. Forsetinn var spurður að því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að mistök eins og þau sem áttu sér stað á Havaí endurtækju sig. „Ég vona að þau endurtaki sig ekki en hluti af þessu er að fólk er á nálum og kannski á endanum getum við leyst vandamálið og það þarf ekki að vera svona á nálum,“ svaraði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36
Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00