Lögreglan varar við ástarsvindli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 11:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við sérstaklega ljótu svindli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni. Lögreglumál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni.
Lögreglumál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira