Kona, sem fæddist árið 1930 en er nú látin, lamaðist árið 2011. Sótti hún um akstursaðstoð frá bænum en var hafnað. Fékk hún samt sem áður akstur til og frá dvalarstað í tómstundir fyrir aldraða.

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nú á dögunum að Vesturbyggð hafi verið óheimilt að takmarka akstursþjónustu aðeins við félagsmiðstöðina í bænum.
„Við höfum alla tíð reynt að fylgja lögum í þessu máli og það var staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála. Málið snýst ekki um akstur fatlaðra því við höfum sinnt honum um árabil. Þetta snýst um það hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sinna akstri einstaklinga sem búa á heilbrigðisstofnun,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Ég efa að önnur sveitarfélög sjái um slíkt í dag. Við höfum aldrei skotið okkur undan þeirri ábyrgð að sjá um málefni fatlaðra eða sinna þeim.“