Jónína segist skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina stelpur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2018 20:15 Jónína Benediktsdóttir segist muna eftir því þegar Hafdís Inga Hinriksdóttir beið eftir landsliðsmönnum í handbolta árið 1984. Þá var Hafdís hins vegar aðeins þriggja ára. vísir/ernir Jónína Benediktsdóttir lýsir sinni upplifun af því hvernig áhugasamar konur hafi setið fyrir íslenskum landsliðsmönnum í handbolta á árum áður þegar þeir luku æfingu. Segir hún eina konuna, sem sagði sögu sína í hópi íþróttakvenna undir merkjum #metoo í gær, einfaldlega hafa verið ástfangna af giftum manni, og ekkert farið í felur með það. Henni hafi ekki verið nauðgað. Tilefni skrifa Jónínu er frásögn Hafdísar Ingu Hinriksdóttur, fyrrverandi landsliðskonu í handbolta, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar lýsti Hafdís því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar hún var 16 ára gömul. Landsliðsmaðurinn var 25 ára. Nokkur ár eru síðan Hafdís sagði sögu sína en hún var ein 62 frásagna sem íþróttakonur, undir forystu Hafdísar, sendu fjölmiðlum í gær. Hafdís hefur komið fram fyrir hönd á sjötta hundrað íþróttakvenna sem krefjast breytinga; að geta stundað íþróttir án þess að verða fyrir ofbeldi eða áreitni. Fjölmargir, meðal annars Hafdís, svara Jónínu í þræðinum. Bendir fólk á að það sé ekki aðeins skrif hennar sem séu fyrir neðan allar hellur heldur sé hún að misskilja allt saman. Þannig segir Jónína frá því þegar hún tók karlalandsliðið í handbolta í eróbikk í aðdraganda Ólympíuleikanna í Los Angeles árið 1984. „Þeir komu til mín í Stúdíó Jónínu og Ágústu og þar púluðum við í klukkutíma. Þegar þeir síðan komu úr sturtu, giftir og ógiftir menn, þjóðhetjur var varla þverfótað fyrir áhugasömum konum í andyrinu,“ segir Jónína. Hún segir alla landsliðsmennina í Ólympíuhópnum 1984 liggja undir grun eftir nafnlausa frásögn Hafdísar Ingu.Hafdís Inga Hinriksdóttir þakkar Jónínu kærlega fyrir að gera lítið úr ofbeldi sem hún varð fyrir sextán ára gömul.Hafdís Inga er aftur á móti fædd árið 1981 og var því þriggja ára umrætt ár. Hún var aftur á móti sextán ára árið 1997 þegar hún segir að landsliðsmaðurinn, níu árum eldri, hafi nauðgað sér. Jónína segist engu að síður muna eftir henni, eftir að hafa séð Kastljósið í gærkvöldi. „Ég gleymi seint andlitum og þessir vinir mínir áttu fótum sínum fjör að launa og fyrir þá að halda í hjónabandið var iðulega varla hægt svo ágengar voru þessar konur margar,“ segir Jónína um upplifun sína að loknum eróbikktíma árið 1984. „Auðvitað getur svona athygli verið freistandi en í gær var það freistandi fyrir mig að benda á andlit og segja þér var ekki nauðgað þú varst einfaldlega ástfangin af giftum manni og fórst ekkert í felur með það.“ Jónínu virðist umhugað um einkalíf landsliðsmanna í handbolta. Þeir hafi átt erfitt uppdráttar, svo vinsælir hafi þeir verið.Ruddust inn í líf strákanna „í tíma og ótíma“ Jónína segir ekki allt sem sýnist. Henni sé skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina þær konur „sem ruddust inn í líf þeirra í tíma og ótíma“. „Konur bera líka ábyrgð á orðum sínum og gjörðum ekki bara karlar. Persónulega finnst mér svona hálkveðnar vísur aulaháttur. Ef einhver nauðgar þér kærðu hann til lögreglu en búðu ekki til angistarástand í fjölda hjónabanda. Fordæmum ofbeldi en látum ekki misnota okkur í Kastljósi aftur.“ Hafdís svarar Jónínu einfaldlega með því að benda henni á að frásögnin gangi ekki upp. „Sæl Jónína. Ef þú ert að saka mig um að hafa hangið, 3 ára, fyrir framan klefa þessara leikmanna Bógdans, þá bara verði þér að góðu. Árið 1984 fór hann með lið sitt á Ólympíuleikana í Los Angeles, ég er fædd 1981. Annars bara þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul. En þeir sem hafa eitthvað vit í kollinum hljóta að sjá að þessi orð þín eiga ekki við rök að styðjast.“ MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00 Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Íslensk íþróttafélög eru eftirbátar erlendra félaga varðandi verndun barna. Íþróttahreyfingin vinnur að siðareglum um kynferðisbrot. Mælst er til að félögin fái að skoða sakavottorð umsækjenda þyki tilefni til. 23. apríl 2013 08:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir lýsir sinni upplifun af því hvernig áhugasamar konur hafi setið fyrir íslenskum landsliðsmönnum í handbolta á árum áður þegar þeir luku æfingu. Segir hún eina konuna, sem sagði sögu sína í hópi íþróttakvenna undir merkjum #metoo í gær, einfaldlega hafa verið ástfangna af giftum manni, og ekkert farið í felur með það. Henni hafi ekki verið nauðgað. Tilefni skrifa Jónínu er frásögn Hafdísar Ingu Hinriksdóttur, fyrrverandi landsliðskonu í handbolta, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar lýsti Hafdís því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar hún var 16 ára gömul. Landsliðsmaðurinn var 25 ára. Nokkur ár eru síðan Hafdís sagði sögu sína en hún var ein 62 frásagna sem íþróttakonur, undir forystu Hafdísar, sendu fjölmiðlum í gær. Hafdís hefur komið fram fyrir hönd á sjötta hundrað íþróttakvenna sem krefjast breytinga; að geta stundað íþróttir án þess að verða fyrir ofbeldi eða áreitni. Fjölmargir, meðal annars Hafdís, svara Jónínu í þræðinum. Bendir fólk á að það sé ekki aðeins skrif hennar sem séu fyrir neðan allar hellur heldur sé hún að misskilja allt saman. Þannig segir Jónína frá því þegar hún tók karlalandsliðið í handbolta í eróbikk í aðdraganda Ólympíuleikanna í Los Angeles árið 1984. „Þeir komu til mín í Stúdíó Jónínu og Ágústu og þar púluðum við í klukkutíma. Þegar þeir síðan komu úr sturtu, giftir og ógiftir menn, þjóðhetjur var varla þverfótað fyrir áhugasömum konum í andyrinu,“ segir Jónína. Hún segir alla landsliðsmennina í Ólympíuhópnum 1984 liggja undir grun eftir nafnlausa frásögn Hafdísar Ingu.Hafdís Inga Hinriksdóttir þakkar Jónínu kærlega fyrir að gera lítið úr ofbeldi sem hún varð fyrir sextán ára gömul.Hafdís Inga er aftur á móti fædd árið 1981 og var því þriggja ára umrætt ár. Hún var aftur á móti sextán ára árið 1997 þegar hún segir að landsliðsmaðurinn, níu árum eldri, hafi nauðgað sér. Jónína segist engu að síður muna eftir henni, eftir að hafa séð Kastljósið í gærkvöldi. „Ég gleymi seint andlitum og þessir vinir mínir áttu fótum sínum fjör að launa og fyrir þá að halda í hjónabandið var iðulega varla hægt svo ágengar voru þessar konur margar,“ segir Jónína um upplifun sína að loknum eróbikktíma árið 1984. „Auðvitað getur svona athygli verið freistandi en í gær var það freistandi fyrir mig að benda á andlit og segja þér var ekki nauðgað þú varst einfaldlega ástfangin af giftum manni og fórst ekkert í felur með það.“ Jónínu virðist umhugað um einkalíf landsliðsmanna í handbolta. Þeir hafi átt erfitt uppdráttar, svo vinsælir hafi þeir verið.Ruddust inn í líf strákanna „í tíma og ótíma“ Jónína segir ekki allt sem sýnist. Henni sé skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina þær konur „sem ruddust inn í líf þeirra í tíma og ótíma“. „Konur bera líka ábyrgð á orðum sínum og gjörðum ekki bara karlar. Persónulega finnst mér svona hálkveðnar vísur aulaháttur. Ef einhver nauðgar þér kærðu hann til lögreglu en búðu ekki til angistarástand í fjölda hjónabanda. Fordæmum ofbeldi en látum ekki misnota okkur í Kastljósi aftur.“ Hafdís svarar Jónínu einfaldlega með því að benda henni á að frásögnin gangi ekki upp. „Sæl Jónína. Ef þú ert að saka mig um að hafa hangið, 3 ára, fyrir framan klefa þessara leikmanna Bógdans, þá bara verði þér að góðu. Árið 1984 fór hann með lið sitt á Ólympíuleikana í Los Angeles, ég er fædd 1981. Annars bara þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul. En þeir sem hafa eitthvað vit í kollinum hljóta að sjá að þessi orð þín eiga ekki við rök að styðjast.“
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00 Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Íslensk íþróttafélög eru eftirbátar erlendra félaga varðandi verndun barna. Íþróttahreyfingin vinnur að siðareglum um kynferðisbrot. Mælst er til að félögin fái að skoða sakavottorð umsækjenda þyki tilefni til. 23. apríl 2013 08:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00
Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Íslensk íþróttafélög eru eftirbátar erlendra félaga varðandi verndun barna. Íþróttahreyfingin vinnur að siðareglum um kynferðisbrot. Mælst er til að félögin fái að skoða sakavottorð umsækjenda þyki tilefni til. 23. apríl 2013 08:00