Grunaðir um fíkniefnasmygl með póstsendingum Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 12:33 Mennirnir tveir sæta einangrun í gæsluvarðhaldi. Vísir/Heiða Grunur leikur á að tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í aðgerðum á mánudag hafi flutt inn verulegt magn af fíkniefnum með póstsendingum. Annar maður sem var handtekinn í aðgerðunum var sleppt eftir að í ljós kom að hann tengdist málinu ekki. Greint var frá því í gær að tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir aðgerðirnar á mánudag. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu, segir að mennirnir tveir hafi verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeir sæta báðir einangrun í varðhaldinu. Þeir eru grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna með póstsendingu. Grímur segist ekki geta gefið upp hvaða efni mennirnir hafi smyglað. „Við erum bara ennþá á þeim stað að við erum ekki alveg búin að ná utan um það til að nefna það eða magnið,“ segir hann. Grímur vill ekki staðfesta hvar mennirnir tveir voru handteknir. Hann segir þó að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í húsakynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni. Honum hafi þó verið sleppt strax en í ljós hafi komið að hann tengdist málinu ekki neitt. Skáksambandið tengist málinu heldur ekkert. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 hermdu í gær að annar mannanna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi hefði verið handtekinn á veitingastaðnum Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ á mánudag og að hann tengist staðnum. Grímur vill ekki staðfesta það. Þá kom fram að sérsveit lögreglunnar hefði tekið þátt í aðgerðunum. Grímur segir að sérsveitin taki gjarnan þátt í aðgerðum af þessu tagi. Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Grunur leikur á að tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í aðgerðum á mánudag hafi flutt inn verulegt magn af fíkniefnum með póstsendingum. Annar maður sem var handtekinn í aðgerðunum var sleppt eftir að í ljós kom að hann tengdist málinu ekki. Greint var frá því í gær að tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir aðgerðirnar á mánudag. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu, segir að mennirnir tveir hafi verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeir sæta báðir einangrun í varðhaldinu. Þeir eru grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna með póstsendingu. Grímur segist ekki geta gefið upp hvaða efni mennirnir hafi smyglað. „Við erum bara ennþá á þeim stað að við erum ekki alveg búin að ná utan um það til að nefna það eða magnið,“ segir hann. Grímur vill ekki staðfesta hvar mennirnir tveir voru handteknir. Hann segir þó að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í húsakynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni. Honum hafi þó verið sleppt strax en í ljós hafi komið að hann tengdist málinu ekki neitt. Skáksambandið tengist málinu heldur ekkert. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 hermdu í gær að annar mannanna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi hefði verið handtekinn á veitingastaðnum Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ á mánudag og að hann tengist staðnum. Grímur vill ekki staðfesta það. Þá kom fram að sérsveit lögreglunnar hefði tekið þátt í aðgerðunum. Grímur segir að sérsveitin taki gjarnan þátt í aðgerðum af þessu tagi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30