„Fast-Eddie“ hét Edward Allan Clarke réttu nafni. Hann lést á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið fluttur þangað vegna lungnabólgu.
Clarke var í hópi þeirra sem stofnuðu Motörhead árið 1975, en hann hætti í sveitinni árið 1982. Hann spilaði því á gítar á mörgum af merkustu plötum sveitarinnar, meðal annars „Ace of Spades”, „Overkill”og „Iron fist”.
Eftir að hafa sagt skilið við Motörhead stofnaði Clarke sveitina Fastway.
Söngvari sveitarinnar, Ian Fraser Kilmister, betur þekkur sem Lemmy, lést í desember 2015.