Suðurlandsvegur í Flóahreppi móts við Bitru í Árnessýslu er lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss. Að sögn lögreglunnar verður vegurinn lokaður um óákveðinn tíma.
Umferð er beint um Urriðafossveg og Villingaholtsveg á meðan. Hvorki lögregla né slökkvilið hefur viljað veita frekari upplýsingar að svo komnu máli enda eru viðbragðsaðilar enn að störfum á vettvangi.
