Moon segir Trump eiga miklar þakkir skildar 11. janúar 2018 07:00 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, er sagður feta þröngan stíg. Nordicphotos/AFP Vísir/afp Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira