Almenningur ekki lengi að bregðast við: Vantar fyrst og fremst húsnæði fyrir fjölskylduna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:15 Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55
Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57