Þær voru fjölbreyttar tilkynningarnar sem lögreglumenn brugðust við á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Þannig hafði einstaklingur samband við lögreglu skömmu fyrir miðnætti og sagðist hafa læst sig inni á salerni fyrirtækis í Kópavogi. Við nánari skoðun lögreglumanna hafði hann sofnað á klósettinu og ekki orðið var við það er starfsmenn yfirgáfu staðinn í lok vinnudagsins. Var svefnpurkunni komið til bjargar - sem að sögn lögreglunnar var „frelsinu fegin.“
Þá voru þrír, mjög ölvaðir gestir miðborgarinnar með vandræði sem bregðast þurfti við. Þeirra á meðal var ferðamaður sem hélt vöku fyrir öðrum gestum hótels síns, við lítinn fögnuð. Var hann því fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér.
Lögreglumenn í eftirlitsferð um bæinn tóku jafnframt eftir því að „stöðuvatn“ hafði myndast á Fjarðargötu milli Vesturgötu og Lækjargötu á tólfta tímanum. Þeir gerðu fátt annað í því máli en að gera Vegagerðinni viðvart.
Sofnaði á klósetti í Kópavogi
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið





Dr. Bjarni er látinn
Innlent



Hjörtur Torfason er látinn
Innlent


Rannsóknarleyfi Rastar hafnað
Innlent