Lögreglan í höfuðborginni með 4.000 mál til meðferðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2018 08:00 Ákærusviði berast fleiri mál en áður. Að jafnaði eru málin 2-3 þúsund en núna um 4 þúsund. vísir/andri marinó „Það er gríðarlegt álag hérna. Það verður að segjast eins og er. En við reynum bara að afgreiða málin fljótt en líka vel,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur þúsund mál eru til meðferðar hjá ákærusviðinu og eru umferðarmálin stærsti brotaflokkurinn. „Flest málin eru frá 2016 en við erum samt með einhver eldri mál líka,“ segir Hulda Elsa og tekur þá fram að einhverjar skýringar séu á að eldri mál hafi ekki verið afgreidd. „Ég hef verið með örfá mál sem eru frá 2014 og oft eru þá skýringarnar þær að verið sé að taka upp rannsókn að nýju. En annars eru þetta flest mál frá 2016.“Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Hulda Elsa segir að málin núna séu fleiri en þau eru að jafnaði. Þau séu yfirleitt á bilinu tvö til þrjú þúsund. Málunum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Hulda Elsa segir skýringarnar á fjölguninni ekki liggja fyrir. Þó sé víst að það hafa verið að koma fleiri mál frá hverfisstöðvunum en áður. Hulda segir að þegar ákærusviðið sé fullmannað eigi að vera þar átján lögfræðingar, en þeir eru núna fjórtán. „Við eigum að vera átján en það hafa verið miklar breytingar á sviðinu af því að það eru breytingar í kerfinu. Um leið og það eru breytingar í kerfinu, þá fer boltinn af stað. Við erum akkúrat í því ferli núna. Þannig losnaði staða hjá ríkissaksóknara og þá losnaði staða hjá héraðssaksóknara.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málum líka vera að fjölga. Nefnir hún þar heimilisofbeldismál sérstaklega, en lögreglan fær 58 slík mál á sitt borð í hverjum mánuði. „Það hefur líka fjölgað kynferðisbrotamálum og líkamsárásum,“ segir hún. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á föstudaginn sagði Sigríður Björk að verið væri að gera áherslubreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisbrot eru nú yfirlýstur áherslumálaflokkur. Málategundum sem lögreglumenn í deildinni fást við hefur verið fækkað. Áhersla hefur verið lögð á aukna fræðslu til starfsmanna, aðstoðarsaksóknari ráðinn í deildina og lögreglumönnum verið fjölgað. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Það er gríðarlegt álag hérna. Það verður að segjast eins og er. En við reynum bara að afgreiða málin fljótt en líka vel,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur þúsund mál eru til meðferðar hjá ákærusviðinu og eru umferðarmálin stærsti brotaflokkurinn. „Flest málin eru frá 2016 en við erum samt með einhver eldri mál líka,“ segir Hulda Elsa og tekur þá fram að einhverjar skýringar séu á að eldri mál hafi ekki verið afgreidd. „Ég hef verið með örfá mál sem eru frá 2014 og oft eru þá skýringarnar þær að verið sé að taka upp rannsókn að nýju. En annars eru þetta flest mál frá 2016.“Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Hulda Elsa segir að málin núna séu fleiri en þau eru að jafnaði. Þau séu yfirleitt á bilinu tvö til þrjú þúsund. Málunum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Hulda Elsa segir skýringarnar á fjölguninni ekki liggja fyrir. Þó sé víst að það hafa verið að koma fleiri mál frá hverfisstöðvunum en áður. Hulda segir að þegar ákærusviðið sé fullmannað eigi að vera þar átján lögfræðingar, en þeir eru núna fjórtán. „Við eigum að vera átján en það hafa verið miklar breytingar á sviðinu af því að það eru breytingar í kerfinu. Um leið og það eru breytingar í kerfinu, þá fer boltinn af stað. Við erum akkúrat í því ferli núna. Þannig losnaði staða hjá ríkissaksóknara og þá losnaði staða hjá héraðssaksóknara.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málum líka vera að fjölga. Nefnir hún þar heimilisofbeldismál sérstaklega, en lögreglan fær 58 slík mál á sitt borð í hverjum mánuði. „Það hefur líka fjölgað kynferðisbrotamálum og líkamsárásum,“ segir hún. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á föstudaginn sagði Sigríður Björk að verið væri að gera áherslubreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisbrot eru nú yfirlýstur áherslumálaflokkur. Málategundum sem lögreglumenn í deildinni fást við hefur verið fækkað. Áhersla hefur verið lögð á aukna fræðslu til starfsmanna, aðstoðarsaksóknari ráðinn í deildina og lögreglumönnum verið fjölgað.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira