Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:47 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið á vef DV. Upphaflega voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Öðrum þeirra var sleppt í liðinni viku en hinn úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.Fréttablaðið greindi svo frá því á laugardaginn að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Maðurinn situr hins vegar nú í gæsluvarðhaldi hér heima vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu auk þriðja mannsins sem einnig sætir vikulöngu gæsluvarðhaldi. Margeir vildi aðspurður ekki fara út í það hversu mikið magn fíkniefna málið snýst um eða um hvaða efni er að ræða. Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í stórum skákmunum og fór lögreglan meðal annars í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands vegna málsins. Starfsmenn sambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47 Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið á vef DV. Upphaflega voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Öðrum þeirra var sleppt í liðinni viku en hinn úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.Fréttablaðið greindi svo frá því á laugardaginn að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Maðurinn situr hins vegar nú í gæsluvarðhaldi hér heima vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu auk þriðja mannsins sem einnig sætir vikulöngu gæsluvarðhaldi. Margeir vildi aðspurður ekki fara út í það hversu mikið magn fíkniefna málið snýst um eða um hvaða efni er að ræða. Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í stórum skákmunum og fór lögreglan meðal annars í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands vegna málsins. Starfsmenn sambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47 Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47
Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30