Níu fugla dagur skilaði Ólafíu meira en einni milljón Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er alltaf tilbúin að slá á létta strengi til að búa til skemmtileg móment. Mynd/Instagram/olafiakri Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn og mótshaldarar voru í vandræðum fyrstu dagana þar sem rokið gerði meira en að trufla keppendur því það þurfti að fresta keppni bæði á föstudag og laugardag. Ólafía spilað fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og var síðan búin að fá fimm skolla á fyrstu tíu holunum á öðrum hring. Útlitið var ekki alltof bjart fyrir okkar konu að ná niðurskurðinum. Hún náði reynda fugli á síðustu holunni áður en leik var frestað og fór því úr því að vera á níu höggum yfir pari í að vera á átta höggum yfir pari. Það munaði um það en hún þurfti meira. Ólafía Þórunn þurfti að spila 24 holur á sunnudeginum en þær tók hún með trompi og bauð upp á spilamennsku í heimsklassa. Hún talaði sjálf um rússíbanaferð hjá sér.Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year pic.twitter.com/0aMc8UH1Z0 — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Hún tapaði ekki höggi á neinni holu og fékk alls níu fugla sem er mögnuð frammistaða. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum degi og svo fimm fugla á þriðja hringnum. Það voru bara tvær sem spiluðu betur en Ólafía á lokahringnum og önnur þeirra var meistarinn Brittany Lincicom sem lék hringinn á 66 höggum. Ólafía Þórunn endaði því móti á einu höggi undir pari sem skilaði henni upp í 26. sæti. Það sæti gaf henni 11.907 dollara í verðlaunafé eða meira en 1,1 milljón íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hjá Ólafíu. Á sunnudeginum spilaði hún sex síðustu holurnar á fyrri níu holunum og svo allar átján holurnar á þriðja hringnum. Golf Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn og mótshaldarar voru í vandræðum fyrstu dagana þar sem rokið gerði meira en að trufla keppendur því það þurfti að fresta keppni bæði á föstudag og laugardag. Ólafía spilað fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og var síðan búin að fá fimm skolla á fyrstu tíu holunum á öðrum hring. Útlitið var ekki alltof bjart fyrir okkar konu að ná niðurskurðinum. Hún náði reynda fugli á síðustu holunni áður en leik var frestað og fór því úr því að vera á níu höggum yfir pari í að vera á átta höggum yfir pari. Það munaði um það en hún þurfti meira. Ólafía Þórunn þurfti að spila 24 holur á sunnudeginum en þær tók hún með trompi og bauð upp á spilamennsku í heimsklassa. Hún talaði sjálf um rússíbanaferð hjá sér.Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year pic.twitter.com/0aMc8UH1Z0 — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Hún tapaði ekki höggi á neinni holu og fékk alls níu fugla sem er mögnuð frammistaða. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum degi og svo fimm fugla á þriðja hringnum. Það voru bara tvær sem spiluðu betur en Ólafía á lokahringnum og önnur þeirra var meistarinn Brittany Lincicom sem lék hringinn á 66 höggum. Ólafía Þórunn endaði því móti á einu höggi undir pari sem skilaði henni upp í 26. sæti. Það sæti gaf henni 11.907 dollara í verðlaunafé eða meira en 1,1 milljón íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hjá Ólafíu. Á sunnudeginum spilaði hún sex síðustu holurnar á fyrri níu holunum og svo allar átján holurnar á þriðja hringnum.
Golf Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira