Nýtt Íslandsmet slegið í Breiðdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2018 08:48 Mestu meðalafurðir á nýliðnu ári voru hjá þeim Gróu Margréti og Sigurði á Brúsastöðum í Vatnsdal. Hér eru þau , ásamt kýrinni Kornu sem mjólkar mikið á sínu níunda mjaltaskeiði. Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins. Dýr Landbúnaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins.
Dýr Landbúnaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira