51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Lögreglu barst 51 tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum í fyrra. Heldur færri en undanfarin ár. Myndin er sviðsett. vísir/vilhelm Fimmtíu og ein tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er 25 prósentum færri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu þrjú ár þar á undan. Þetta kemur fram í svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru nú 29 mál er varða kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar hjá lögreglu. Þykja þau óvenju mörg og hefur farið fjölgandi síðustu mánuði. Í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um fjölda tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum árin 2011 til 2017 og stöðu þeirra segir að rúm 40 prósent kynferðisbrota gegn börnum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra séu enn í rannsókn. Ákært var í 22,7 prósentum mála í fyrra en rannsókn hætt hjá ákæruvaldi í rúmlega 12 prósentum mála.Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.vísir/arnþórÁrið 2013 sker sig verulega úr í fjölda tilkynninga sem skýrist af umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn börnum, meðal annars mál Karls Vignis Þorsteinssonar. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir að þar á bæ hafi fólk ekki fundið fyrir óeðlilegu álagi undanfarið, á því kunni þó að vera skýringar. „Það er búið að vera jafnt og þétt álag á okkur. En það getur komið seinna til okkar. Sérstaklega ef um er að ræða unglinga sem eru 15-17 ára sem fara í skýrslutöku hjá lögreglu, þá líður alltaf ákveðinn tími þar til óskað er eftir meðferð í Barnahúsi fyrir þau. Þunginn kemur til lögreglu fyrst og við finnum seinna fyrir því,“ segir Ólöf Ásta. Hún segir sömu sögu vera að segja af yngstu börnunum, þar hafi verið jafnt og þétt álag. „En þar var svolítið mikið um jólin, mikill þungi.“Heimild: LRHSamkvæmt upplýsingum frá Barnahúsi komu 294 börn þangað í fyrra. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefnd, þar sem grunur er um kynferðisbrot eða gerandi er ósakhæfur, voru 116. Skýrslutökur fyrir dómi voru 114 og því samtals 230 rannsóknarviðtöl í það heila árið 2017. „Svo er að fjölga hjá okkur vegalausu börnunum. Það var talið að það yrðu fjögur til fimm á ári en við fengum tuttugu vegalaus, eða hælisleitandi, börn í fyrra. Það er aukning þar.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fimmtíu og ein tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er 25 prósentum færri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu þrjú ár þar á undan. Þetta kemur fram í svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru nú 29 mál er varða kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar hjá lögreglu. Þykja þau óvenju mörg og hefur farið fjölgandi síðustu mánuði. Í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um fjölda tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum árin 2011 til 2017 og stöðu þeirra segir að rúm 40 prósent kynferðisbrota gegn börnum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra séu enn í rannsókn. Ákært var í 22,7 prósentum mála í fyrra en rannsókn hætt hjá ákæruvaldi í rúmlega 12 prósentum mála.Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.vísir/arnþórÁrið 2013 sker sig verulega úr í fjölda tilkynninga sem skýrist af umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn börnum, meðal annars mál Karls Vignis Þorsteinssonar. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir að þar á bæ hafi fólk ekki fundið fyrir óeðlilegu álagi undanfarið, á því kunni þó að vera skýringar. „Það er búið að vera jafnt og þétt álag á okkur. En það getur komið seinna til okkar. Sérstaklega ef um er að ræða unglinga sem eru 15-17 ára sem fara í skýrslutöku hjá lögreglu, þá líður alltaf ákveðinn tími þar til óskað er eftir meðferð í Barnahúsi fyrir þau. Þunginn kemur til lögreglu fyrst og við finnum seinna fyrir því,“ segir Ólöf Ásta. Hún segir sömu sögu vera að segja af yngstu börnunum, þar hafi verið jafnt og þétt álag. „En þar var svolítið mikið um jólin, mikill þungi.“Heimild: LRHSamkvæmt upplýsingum frá Barnahúsi komu 294 börn þangað í fyrra. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefnd, þar sem grunur er um kynferðisbrot eða gerandi er ósakhæfur, voru 116. Skýrslutökur fyrir dómi voru 114 og því samtals 230 rannsóknarviðtöl í það heila árið 2017. „Svo er að fjölga hjá okkur vegalausu börnunum. Það var talið að það yrðu fjögur til fimm á ári en við fengum tuttugu vegalaus, eða hælisleitandi, börn í fyrra. Það er aukning þar.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira