Varaformaður VG vill að Sigríður segi af sér Hersir Aron Ólafsson skrifar 27. janúar 2018 20:30 Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér. Hann skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. Komandi sveitarstjórnarkosningar voru megin viðfangsefni fundarins sem settur var á Grand hóteli í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu í upphafi dags og fór um víðan völl. Hún vék meðal annars að hrottalegri árás á hælisleitanda á Litla Hrauni og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna. „Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólki eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál?“ sagði Katrín. Varaformaðurinn Edward Huijbens hélt hins vegar opnunarerindi fundarins. Þar var hann ómyrkur í máli og sagði meðal annars að farið væri að hitna undir Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þó þyrfti að gæta þess að kynda ekki of hratt í bálinu. „Svo það eldist nú allt vel og brenni ekki, þá er gott að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur.Ertu að ýja að einhverju? Ætti hún að segja af sér? „Já mér þætti það nú eðlilegt,“ sagði Edward svo við Stöð 2 í dag. „Ef ég segi það fyrir mína parta. En það er eiginlega hennar að sjá um það, hennar flokks og hennar flokksformanns sérstaklega að sjá um það.“ Katrín sagði þetta mál ekki hafa verið áberandi á fundinum. „Enda lá það ljóst fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf, þá lá að sjálfsögðu fyrir það nefndarálit, sem ég lagði fram ásamt öðrum í vor, við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þá lá fyrir Héraðsdómur. Þannig að stóru línurnar lágu fyrir. Það breytir því ekki að auðvitað tökum við þennan hæstaréttardóm alvarlega.“ Þau telja þó hvorugt rétt að krefjast afsagnar Sigríðar þvert á vilja Sjálfstæðismanna. Réttara sé að málið fái sína meðferð hjá þingnefnd og eftir atvikum, hjá Umboðsmanni Alþingis. Edward var þó beinskeyttur í garð kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. „Erum við sátt við það að kjósa til þings fólk sem er að fara á svig við lög og reglur og er með alls kyns pukur og makk í farteskinu? Á alltaf að kjósa það bara?“ Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér. Hann skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. Komandi sveitarstjórnarkosningar voru megin viðfangsefni fundarins sem settur var á Grand hóteli í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu í upphafi dags og fór um víðan völl. Hún vék meðal annars að hrottalegri árás á hælisleitanda á Litla Hrauni og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna. „Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólki eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál?“ sagði Katrín. Varaformaðurinn Edward Huijbens hélt hins vegar opnunarerindi fundarins. Þar var hann ómyrkur í máli og sagði meðal annars að farið væri að hitna undir Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þó þyrfti að gæta þess að kynda ekki of hratt í bálinu. „Svo það eldist nú allt vel og brenni ekki, þá er gott að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur.Ertu að ýja að einhverju? Ætti hún að segja af sér? „Já mér þætti það nú eðlilegt,“ sagði Edward svo við Stöð 2 í dag. „Ef ég segi það fyrir mína parta. En það er eiginlega hennar að sjá um það, hennar flokks og hennar flokksformanns sérstaklega að sjá um það.“ Katrín sagði þetta mál ekki hafa verið áberandi á fundinum. „Enda lá það ljóst fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf, þá lá að sjálfsögðu fyrir það nefndarálit, sem ég lagði fram ásamt öðrum í vor, við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þá lá fyrir Héraðsdómur. Þannig að stóru línurnar lágu fyrir. Það breytir því ekki að auðvitað tökum við þennan hæstaréttardóm alvarlega.“ Þau telja þó hvorugt rétt að krefjast afsagnar Sigríðar þvert á vilja Sjálfstæðismanna. Réttara sé að málið fái sína meðferð hjá þingnefnd og eftir atvikum, hjá Umboðsmanni Alþingis. Edward var þó beinskeyttur í garð kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. „Erum við sátt við það að kjósa til þings fólk sem er að fara á svig við lög og reglur og er með alls kyns pukur og makk í farteskinu? Á alltaf að kjósa það bara?“
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46