Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið, var í gær úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald.
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa gert kröfu um aðra viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna í gær áður en fyrri gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rann út. Héraðsdómur féllst á þá kröfu.
Líkt og Fréttablaðið sagði frá á þriðjudag barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku frá ungum manni um tvítugt. Brot mannsins eru sögð hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið er pilturinn var barn og unglingur.
Lögregla handtók manninn í kjölfar kæru piltsins og gerð var húsleit á heimili hans.
Áfram í haldi eftir kæru pilts
Sigurður Mikael Jónsson skrifar
