Norðurkóresk kol millilenda í Rússlandi þrátt fyrir þvinganir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Frá höfninni í Nakhodka á Kyrrahafsströnd Rússlands. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira