Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna „Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
„Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira