Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 06:30 Óli Björn Kárason var málshefjandi í umræðum um stöðu einkarekinna fjölmiðla í gær. vísir/Ernir „Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
„Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira