Pynta flóttamenn í Líbíu og krefjast lausnargjalds Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Flóttamenn sæta ómannúðlegri meðferð í Líbýu. Nordicphotos/AFP Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“ Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira