Bætum vinnuaðstæður kennara Skúli Helgason skrifar 25. janúar 2018 07:00 Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fulltrúa kennara, skólastjóra og fleiri, gripið til aðgerða til að bæta vinnuaðstæður kennara í grunnskólum. Kynntar hafa verið ríflega 30 tillögur sem snúa að bættu vinnuumhverfi, aukinni nýliðun, breytingum á kennaramenntun og starfsþróun og hefur rúmlega 600 milljónum króna þegar verið varið í að hrinda fyrstu tillögunum í framkvæmd til viðbótar tæpum 700 milljónum sem bættust við fjárhag grunnskólanna í fyrra. Félag grunnskólakennara og skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar efna í dag til málþings á Grand hóteli kl. 13.15 um vinnu starfshópsins. Málþingið er liður í víðtækri samræðu við kennara í Reykjavík um tillögurnar og við leggjum mikla áherslu á samvinnu við kennara um forgangsröðun og innleiðingu tillagnanna.Ný úrræði Í viðamikilli rýnivinnu meðal kennara í borginni í fyrra birtist sterkt ákall þeirra um að auka beinan stuðning við nemendur með fjölbreyttar sérþarfir í skólastofunni. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þessa átt með ráðningu hegðunarráðgjafa í öllum borgarhlutum sem munu starfa úti í skólunum við hlið kennara. Þá hafa brúarsmiðir sem þjóna börnum af erlendum uppruna tekið til starfa á vegum Miðju máls og læsis og talmeinafræðingum verður fjölgað. Fjölgað verður úrræðum til að mæta börnum sem glíma við fjölþættan vanda. Ætlunin er að setja á á fót farteymi sérfræðinga, sem munu vinna að lausn þeirra mála sem eru mest krefjandi. Til að bregðast við miklu brotthvarfi ungra kennara úr starfi er nauðsynlegt að styrkja handleiðslu, ráðgjöf og stuðning við unga kennara. Við leggjum til að allir nýir kennarar hafi sinn leiðsagnarkennara og við munum bæta til muna aðbúnað kennara og nemenda varðandi tölvukost og hagnýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þar með talið með markvissri kennsluráðgjöf í samræmi við nýja stefnumótun um upplýsingatækni. Allar tillögur starfshópsins verða til umræðu á málþinginu í dag og eru allir sem hafa áhuga á framþróun skólamála hvattir til að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fulltrúa kennara, skólastjóra og fleiri, gripið til aðgerða til að bæta vinnuaðstæður kennara í grunnskólum. Kynntar hafa verið ríflega 30 tillögur sem snúa að bættu vinnuumhverfi, aukinni nýliðun, breytingum á kennaramenntun og starfsþróun og hefur rúmlega 600 milljónum króna þegar verið varið í að hrinda fyrstu tillögunum í framkvæmd til viðbótar tæpum 700 milljónum sem bættust við fjárhag grunnskólanna í fyrra. Félag grunnskólakennara og skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar efna í dag til málþings á Grand hóteli kl. 13.15 um vinnu starfshópsins. Málþingið er liður í víðtækri samræðu við kennara í Reykjavík um tillögurnar og við leggjum mikla áherslu á samvinnu við kennara um forgangsröðun og innleiðingu tillagnanna.Ný úrræði Í viðamikilli rýnivinnu meðal kennara í borginni í fyrra birtist sterkt ákall þeirra um að auka beinan stuðning við nemendur með fjölbreyttar sérþarfir í skólastofunni. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þessa átt með ráðningu hegðunarráðgjafa í öllum borgarhlutum sem munu starfa úti í skólunum við hlið kennara. Þá hafa brúarsmiðir sem þjóna börnum af erlendum uppruna tekið til starfa á vegum Miðju máls og læsis og talmeinafræðingum verður fjölgað. Fjölgað verður úrræðum til að mæta börnum sem glíma við fjölþættan vanda. Ætlunin er að setja á á fót farteymi sérfræðinga, sem munu vinna að lausn þeirra mála sem eru mest krefjandi. Til að bregðast við miklu brotthvarfi ungra kennara úr starfi er nauðsynlegt að styrkja handleiðslu, ráðgjöf og stuðning við unga kennara. Við leggjum til að allir nýir kennarar hafi sinn leiðsagnarkennara og við munum bæta til muna aðbúnað kennara og nemenda varðandi tölvukost og hagnýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þar með talið með markvissri kennsluráðgjöf í samræmi við nýja stefnumótun um upplýsingatækni. Allar tillögur starfshópsins verða til umræðu á málþinginu í dag og eru allir sem hafa áhuga á framþróun skólamála hvattir til að mæta.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar